top of page

Óstöðvandi liðsheild

Liðsuppbyggingarnámskeið fyrir vinnustaði sem vilja framúrskarandi starfsanda

  • 3 hours
  • 289.000 íslenskar krónur
  • Customer's Place

Service Description

Óstöðvandi Liðsheild í topp tilfinningalegu ástandi: er einstaklega skemmtilega framsett, áhrifaríkt og fræðandi 3 - 3.5 klst langt liðsuppbyggingarnámskeið sem miðar að jákvæðum langtímaáhrifum á vinnuanda, samskipti, starfsánægju og hugarfar. Námskeiðið er ekki aðeins liðsefling heldur er það hannað til að bæta frammistöðu, árangur og ánægju með hagnýtum aðferðum sem byggja á íþróttasálfræði, taugavísindum, jákvæðri sálfræði, atferlisfræði og aðferðum leikarans við karaktersköpun. Námskeiðið leggur áherslu á (það sem ég vil meina að sé mikilvægasti lykillinn að öflugri liðsheild) að byggja upp löngun og færni fólks til að: taka mikla ábyrgð á líðan sinni, viðhorfum & frammistöðu og kappkosta stöðugt að hafa jákvæð áhrif á líðan, viðhorf & frammistöðu annara liðsfélaga. Til að kveikja áhuga og innri löngun þátttakenda til að tileinka sér þennan lykil, nota ég áhrifaríka aðferð við uppbyggingu námskeiðisins. Aðferð sem kallast Neuro-Associative Conditioning. Það er þessi uppbygging sem gerir námskeiðið einstakt og gerir mér kleift að hafa sterk jákvæð áhrif á viðhorf þátttakenda. Þegar löngunin (til að taka óvenju mikla ábyrgð á eigin líðan, viðhorfum & frammistöðu og að hafa jákvæð áhrif á líðan , viðhorf og frammistöðu samstarfsfólks) er kviknuð, þá lærum við einstaka aðferð til að örva taugakerfið, á sama hátt og heimsklassa atvinnu íþróttafólk gerir, til að komast í okkar sterkustu líðan og hugarástand, nokkuð sem ég kalla Topp Tilfinningalegt Ástand. Í því ástandi upplifum við hámarks orku, trú og traust á okkur sjálf, ástríðu og eldmóð, kryddað með náungakærleika. Við framkvæmd aðferðarinnar (við framkvæmum hana saman á námskeiðinu og upplifum áhrifin) breytist boðefna- og hormónaframleiðsla líkamans svo úr verður boðefna-kokteill sem hámarkar aðgengi heilans að þeim hæfileikum, þekkingu og skapandi hugsun sem við búum yfir. Hin jákvæðu áhrifin eru ótvíræð á hópinn í heild sinni en einnig á hvern þátttakanda fyrir sig. Með því að nota aðferðir námskeiðsins getur hver einstaklingur uppskorið meiri líkamlega & andlega orku, öflugra sjálfstraust, meira hugrekki, uppbyggilegri viðhorf, betri ákvarðanatöku og uppbyggilegri athafnir. Til þess að tryggja að þær hugmyndir og aðferðir sem við lærum, festist í sessi er mikilvægt að nota þær strax eftir námskeiðið. Þess vegna hef ég hannað lauflétta og skemmtilega 5 daga áskorun sem tekur við í kjölfar námskeiðsins.


Contact Details

+354 6607724

bjartur@optimized.is


bottom of page