top of page

Heil og sæl kæra starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla!

Mig langar að þakka ykkur innilega fyrir samveruna á örnámskeiðinu ÓSTÖÐVANDI LIÐSHEILD 4.mars s.l. þar sem við skoðuðum hvaða áhrif tilfinningalegt ástand okkar getur haft á samskipti og liðsanda.

Núna í kjölfarið langar mig að deila með ykkur glærunum sem við fórum yfir og bæta örlitlu við fyrir þá sem vilja skoða þetta betur. Hér að neðan finnið þið:

 

  • #1 Glærurnar sem við fórum yfir á örnámskeiðinu.

 

  • #2 Myndband með hljóðmynd og útskýringum á Optimized rútínunni sem við fórum í gegnum í lok fyrirlestrarins. 

  • #3 Myndband með 1 klst. fyrirlestri sem ég hélt fyrir V.R árið 2020 og fjallar um hvernig við getum gírað tauga og boðefnakerfið upp í topp tilfinningalegt ástand með það fyrir augum að höndla betur óvissu og álag við stressandi aðstæðu. 

 

  • #4 Myndband með Optimized Morgunrútínunni en það er öflugasta leiðin sem ég kenni og þjálfa fyrir þá sem vilja komast í topp tilfinningalegt ástand og hámarka frammistöðu, árangur og ánægju í leik og starfi.

 

 Ég vona innilega að þið hafið haft gagn og gaman af erindinu. Sjálfum fannst mér virkilega skemmtilegt að vera með ykku.

 

Endilega fylgið Optimized Performance á Facebook @Optimized Performance ehf, en þar deili ég öðru hvoru allskonar skemmtilegu.  Einnig yrði ég afskaplega þakklátur þeim sem eru til í skrifa umsögn og gefa stjörnur á facebook með því að smella hér.

 

Ég hlakka til að rekast á ykkur aftur! 

Kær kveðja, Bjartur
 


#1 Glærurnar:

Smelltu hér eða á myndina fyrir neðan til að fá aðgang að glærunum.

FÁ Óstöðvandi Liðsheild - www.optimized.is - Bjartur Guðmundsson.png

#2 Myndband með hljóðmynd og útskýringum á rútínunni sem við gerðum í lokin.

#3 Óstöðvandi á óvissutímum

#4 Optimized Morgunrútínan

bottom of page