top of page

HVERNIG ER HÆGT AÐ VEITA ÞJÓNUSTU SEM SNERTIR HJÖRTU OG MYNDAR STERK VIÐSKIPTATENGSL SEM VINDA UPP Á SIG?

Hvað er það sem fær fólk til að dást svo mjög að fyrirtækjum og stofnunum, að það vill mæta þangað aftur og aftur og hvetur aðra til þess líka? Ég trúi því að það séu fyrst og fremst tilfinningalega upplifunin og tengingin við þá sem veita og selja þjónusta sem fær okkur til að hugsa "VÁ!". Við viljum öll vera séð og heyrð, við viljum öll finna að við skiptum máli og að þjónustuaðlilinn bera hag okkar fyrir brjósti, láti okkur líða vel. En til þess að við bókstaflega elskum staðinn / fyrirtækið þá þarf meira til! Við þurfum að finna að sá sem þjónustar brenni fyrir að bæta líf okkar og þyki bókstaflega vænt um okkur. Stærstu lyklarnir að því að geta boðið upp á svo góða þjónustu að hún breyti viðsiptavinum í aðdáendur eru; öflug jákvæð líðan, uppbyggileg viðhorf til þjónustuhlutverksins og kunnátta. sterk jákvæð líðan og þjónustu þekking. Öflug liðsheild sem líður vel og kann sitt fag, sameinuð af brennandi löngun til að veita frammúrskarandi þjónustu er mannauður sem alla atvinnurekendur dreymir um. En þessháttar hóp þarf að hafa fyrir því skapa, byggja upp og rækta. Þar kemur námskeiðið Þjónusta sem skapar aðdáendur að borðinu. Námskeiðið er fáránlega skemmtileg upplifun þar sem hópurinn styrkir tengslin sín á milli um leið og það fer í gegnum ferli sem bókstaflega uppfærir þjónustuviðhorfin á hærra plan en nokkru sinni áður. Við lærum um áhrifin sem líðan okkar hefur á gæði þjónustunnar og tækifærin sem eru í því fólgin að leggja sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu. Útkoman er sterkari liðsheild, betri þjónusta og meiri sala! Að námskeiðinu loknu verður hópurinn enn þéttari með uppfærð og enn jákvæðari viðhorf til þjónustuhlutverksins vopnuð öflugum aðferðum til að gíra sig í sína sterkustu líðan þar sem það er leikur einn að snerta hjörtu og veita þjónustu sem skapar aðdáun. Áhrifin eru þau að viðskiptavinir leita enn frekar til fyrirtækisins og benda sínu fólki það með tilheyrandi aukningu í sölu. Þetta námskeið hefur farið sigurför og er í raun eitthvað sem þátttakendur geta nýtt sér á öllum sviðum síns persónulega lífs. Sendu mér endilega línu á bjartur@optimized.is eða hringdu í mig og bókaðu kynningarfund til að komast betur að því hvað þetta námskeið getur gert fyrir teymið þitt til að skapa fyrirtækinu frábært orðspor og auka sölu.

bottom of page