top of page

Vinsamlegast lesið leiðbeiningarnar fyrir neðan videoið áður en þið hefjið hugarþjálfunina.

Allt sem við veitum reglulega athygli og hugsum um vex og dafnar!

Ein öflugasta leiðin til að viðhalda brennandi löngun til að ná markmiðum og láta drauma sína rætast, er að taka stutta stund daglega til að sjá fyrir sér í huganum, eins skýra mynd og mögulegt er af því sem við sækjumst eftir. Með þjálfun verður myndin skýrari, með ítarlegri smáatriðum og heilinn á sífellt auðveldara með að varpa þessari mynd upp í hugan. Því skýrari sem myndin er því sterkari tilfinningar vekur hún og þar að leiðandi sterkari drifkraft. 

Leyndarmálið að gera þetta rétt. Lykilatriðið er að kveikja eins sterkar tilfinningar og mögulegt er á meðan á sjónmyndaþjálfuninni stendur. Það gerum við með því að nota öndun og líkamsbeitingu á kraftmikinn hátt um leið og við hlustum á hljóðmyndina í videoinu en hún er hönnuð til að kveikja öflugar jákvæðar tilfinningar. 

Leiðbeiningar: 

Stattu í sterkri kraftstöðu (eins og á myndinni) Spenntu alla vöðva eins og þú værir að fagna sigri sem skiptir þig öllu máli. Gættu þess að bakið sé beint, axlir aftur, báðir fætur standa kyrrfilega í lappirnar með jafnri líkamsþyngd beggja megin. Notaðu alla 43 vöðvana í andlitinu til að brosa eins og þú brosir þegar þú gleðst raunverulega. Hakan upp. Andaðu rólega í jöfnum takti inn um nefið og út um munninn allan tíman. Haltu þessari sterku stöðu frá upphafi hljóðmyndarinnar, allt til enda. 

Ímyndaðu þér að þú sért búin/n að ná markmiðinu sem hefur sett þér og hugsaðu um það eins og góða minningu. Rifjaðu upp nákvæmlega hvað gerðist þegar þú náðir því. Sjáðu í huganum hverjir voru með þér, hverjir fögnuðu með þér, hvernig þú brostir, hvar þetta átti sér stað, hvað varstu að gera akkurat á þeim tímapunkti sem þér varð ljóst að markmiðið væri í höfn? Leifðu huganum að velta upp mörgum mismunandi myndum og kvikmyndum af þessari frábæru minningu þegar þú náðir markmiðinu. Hugsaðu um þessa minningu útfrá þakklæti og stolti, því það eru ákaflega öflugar tilfinningar. 

Með þjálfun verður myndin skýr og jákvæðu tilfinningarnar styrkjast. Heilinn sannfærist hægt og rólega um að þetta markmið muni færa þér sterka vellíðan og BOOM! Þá fær heilinn það á heilann að láta þennan draum rætast og hann framleiðir boðefni og hormón sem mynda sterkan drifkraft. Í kjölfarið getur þú varla annað en unnið að markmiðinu því það er einfaldlega ómótstæðilegt. 

ATH: Fæstir sjá fyrir sér fullbúna mynd eða kvikmynd í huganum í fyrstu skiptin sem þetta er gert. En í hvert skipti sem þú endurtekur þetta ferli, verður myndin ögn skýrari, það bætist við hana og hún þróast. Hafðu ekki áhyggjur þótt þetta virðist ekki virka strax. Treystu því að heilinn (undirmeðvitundin) sjái um restina. Það eina sem þú þarft að gera er að fara í gegnum þessa sjónmyndaþjálfun regglulega þar til þú finnur áhugann breytast í brennandi þrá.

Halaðu niður QR-Kóðanum, prentaðu hann út og límdann einhverstaðar þar sem þú stoppar regglulega í 3 mínútur. 

EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á AÐ NÁ MEISTARALEGUM TÖKUM Á ÞESSARI AÐFERÐ OG VIRKILEGA UPPlIFA ÁHRIFIN SEM HÚN GETUR HAFT, HAFÐUÞÁ ENDILEGA SAMBAND VIÐ MIG OG KOMDU Á NÁMSKEIÐ EÐA Í EINKATÍMA. ÉG LOFA ÓGLEYMANLEGRI  UPPLIFUN SEM GETUR HAFT STÓRKOSTLEG ÁHRIF Á ALLA ÞÆTTI LÍFSINS. EF ÞÚ VEIST UM EINHVERN ANNAN SEM GÆTI HAFT GAGN OG GAMAN AF ÞESSARI AÐFERÐ ÞÁ MÁTTU ENDILEGA BENDA VIÐKOMANDI Á SÍÐUNA MÍNA OG ÁFRAMSENDA ÞETTA VERKFÆRI Á VIÐKOMANDI.  ÉG ÓSKA ÞÉR ALLS HINS BESTA! KÆRI KVEÐJA, ÁSTRÍÐA OG ELDMÓÐUR

bottom of page