top of page
Borði - blurr 03.png

ÓSTÖÐVANIDI SÖLUFÓLK
í topp tilfinningalegu ástandi

"80% AF SÖLUÁRANGRI  VELTUR Á HUGARFARI OG LÍÐAN.  AÐEINS 20% VELTUR Á AÐFERÐUM"

HVAÐ SKILUR Á MILLI SÖLUFÓLKS?

Allur árangur, þar á meðal söluárangur, byggir í raun á þremur þáttum: - Þekkingunni & færninni sem við búm yfir = AÐFEÐIN  - Hugarfarið gagnvart sölumennsku; vörunni/þjónustunni, viðskiptavininum, okkur sjálfum ofl.  = VIÐHORFIN - Þeirri líðan og orku sem við erum í hverju sinni = TILFINNINGAÁSTANDIÐ ​ Komið þið heil og sæl, Ég heiti Bjartur Guðmundsson leikari og er eigandi www.optimized.is  ​ Ég hef starfað sem sölumaður í 7 ár. Ég hef farið frá því að geta ekki hringt kalt sölusímtal án þess að fá líkamleg óttaviðbrögð á borð við kvíða, skjálfta, stama og svitakóf, yfir í algjört öryggi sem hefur gert mér kleift að loka kaldri sölu í um það bil 60 til 70% tilfella. Með tímanum lærði ég mikilvægi þess að skapa þjónustumiðuð viðskiptasambönd sem hafa leitt til endurtekinnar sölu og vináttu. Ég hef líka upplifað bakslög þar sem ég átti erfitt með að selja, áhuginn dalaði og ég upplifði streitu. Ég þekki af eigin raun hvernig persónuleg áföll og áskoranir geta haft bein áhrif á sölu-frammistöðu og hve erfitt það getur reynst að skilgreina og brjótast í gegnum sumar hindranir.  En með djúpum skilning á mannlegri hegðun ásamt öflugum aðferðum til að vinna með eigin hugarfar, líðan og sölu-nálgun, fann ég aftur sjálfstraustið, ástríðuna og eldmóðnum sem lætur ekki stoppa sig. Í dag er ég virkilega stoltur af því að geta kallað mig öflugan og þjónustulundaðan sölumann, því ég er langt frá því að vera "fæddur sölumaður". En hver er þá galdurinn? Vissulega lærði ég ákveðna sölutækni og aðferðir til að hafa áhrif. Það sem hins vegar umbylti getu minni til að selja og veita framúrskarandi þjónustu var tvennt. #1 Hvernig ég beitti einstakri tækni (Neuro-Associative Conditioning) til að breyta viðhorfum mínum og hugarfari gagnvart sölumennsku og þjónustu. #2 Það sem mestu máli skiptir var að ég tileinkaði mér aðferð (The State Management Triat) sem gírar mig upp í það sem ég kalla Topp Tilfinningalegt  Ástand.  Námskeiðið Óstöðvandi Sölufólk er 3 - 3.5 klst. langt. Það veitir einhverja mikilvægustu þekkingu og aðferð sem sölufólk þarfnast til að njóta langvarandi velgengni í faginu og NJÓTA  þess. Umfjöllunarefnið er í raun stærsti áhrifaþáttur velgengninnar, og aflið sem hefur hvað mest áhrif á ákvarðanatöku og þar að leiðandi kauphegðun fólks.  Ég er að tala um tilfinningar! Ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða því tilfinningar eru í raun aflið að baki öllum verkum mannfólksins, stórum sem smáum. Tilfinningar eru nefnilega drifkraftur alls, án þeirra yrði engin þróun, engin hreyfing. Án tilfinninga myndi engin sala eiga sér. Ég segi það vegna þess að fólk kaupir af tilfinningalegum ástæðum og réttlætir með rökum þrátt fyrir að það telji sér trú um annað. (förum betur yfir það á námskeiðinu)  Velgengni sölumanneskjunnar er einnig drifin áfram af tilfinningalegum og tilfinningalegum tengingum við ótal atriði. Það sem stoppar velgengni sölufólks er einnig tilfinningar og tilfinningalegar tengningar. Það sama gildir um þjónustu því  til þess að veita framúrskarandi þjónustu þurfum við að vera í ákveðnu tilfinningaástandi og búa yfir ákveðnum tilfinningalegum tengningum sem knýja okkur til að inna þjónustuna þannig af hendi að hún kveiki sterkar jákvæðar tilfinningar í hjörtum viðskiptavina. Á endanum snýst Sala og þjónusta um tilfinningar því það er þjónustan og varan sem fólk tengir sterkustu jákvæðu tilfinningarnar við sem mun alltaf hafa vinninginn.  ​Tilfinningar eru afl sem við, sem störfum við sölu og þjónustu, getum virkjað okkur í hag (ef við viljum) með ótrúlegum árangri, en þá þurfum við að skilja hvernig þær virka, og þjálfa okkur í aðferðum sem kveikja á viðeigandi tilfinningum hverju sinni. Það er einmitt þetta sem við gerum á námskeiðinu Óstöðvandi Sölufólk. Við öðlumst dýpri skilning á því hvernig tilfinningar verða til, hvernig þær virka og hvaða áhrif þær hafa á ákvarðanatöku viðskiptavina. Við förum einnig yfir áhrifin sem þær hafa á okkar eigin ákvarðanir og athafnir. Aðalatriðið er þó að við lærum að örva tauga- og boðefnakerfið þannig að við öðlumst einstaka færni í því að stíga meðvitað inn í okkar öflugustu líðan,  nokkuð sem ég kalla Topp Tilfinningalegt Ástand. Topp Tilfinningalegt Ástand er líðan þar sem drifkraftur ræður ríkjum, við hámörkum trú og traust gagnvart okkur sjálfum, ástríða og eldmóður blossar upp ásamt kærleika í garð viðskiptavina og liðsfélaga. Þetta er sónið þar sem hugarfarið er upp á sitt allra besta, við verðum heillandi, úrræðagóð, auðmjúk og hugrökk. Topp Tilfinningalegt Ástand er staðurinn þar sem við getum nálgast hvern viðskiptavin af öryggi, þjónustulund, festu og heiðarleika. Þetta er líðanin þar sem við getum haft raunveruleg áhrif og selt.​ ​ Á sama tíma og námskeiðið er kraftmikið og skemmtilegt sölunámskeið, þá er það einnig gríðarlega öflugt streytustjórnunarnámskeið.

HVAÐ MUNUM VIÐ LÆRA Á NÁMSKEIÐINU??​​

​Við lærum um áhrif tilfinninga og viðhorfa á færni okkar við að selja og veita framúrskarandi þjónustu. Við lærum hvernig má nota þrjár einfaldar leiðir til að kveikja á og gíra upp okkar uppbyggilegustu tilfinningar þannig að við stígum inn í það sem kallað er flæði, sónið, S-ið, að leika á alls oddi. Ég kalla þetta TOPP TILFINNINGALEGT ÁSTAND. Þetta ástand stóreykur aðgengi heilans að þeim innri auðlindum sem við búum raunverulega nú þegar yfir, en höfum ekki alltaf gott aðgengi að. Þessar auðlindir má flokka í 1) upplýsingar 2) hæfileika 3) skapandi hugsun. ​​​Við lærum um innri og ytri áhugahvöt og nýtum þá þekkingu til að kveikja sterka löngun til að nýta hugmyndafræði og aðferðir námskeiðsins til að taka ábyrgð á líðan okkar, bæði í vinnunni og á öðrum sviðum lífsins.  Við uppgötvum tvær tegundir ótta sem allar heilbrigðar manneskjur þurfa stöðugt að glíma við og er oft stór en ómeðvituð fyrirstaðan þegar kemur að því að því að taka ákvarðanir og framkvæma.  ​​Við munum læra Optimized árangurs formúluna og uppgötva þrjá undirstöðuþætti frammistöðu, árangurs og ánægju en tveir af þessum þáttum eru flestum hulin ráðgáta. Við munum læra hvað raunverulega stendur í vegi fyrir því að við náum þeim árangri sem við óskum og fáum útskýringu á því hvers vegna sumum vegnar betur en öðrum.  Við munum uppgötva hvatakerfi heilans, sem samanstendur í raun  af tveim ráðandi kröftum sem útskýra alla ákvarðanatöku og hegðun (líka hegðun sem virðist óskiljanleg). Við öðlumst skilning á þessum kröftum og lærum að virkja þá þannig að þeir þjóni okkur sem best um leið og þessi skilningur auðveldar okkur að mótivera aðra án þess að uppskera mótþróa og vörn.  ​​Við skoðum hugtakið "jákvæðni" frá nýjum vinkli, skilgreinum það á hátt sem er bæði skynsamlegur og skemmtilegur um leið og við uppgötvum hve gríðarlegur ávinningur er í því fólginn að vera jákvæð/ur.  Við munum skoða af hverju líðan okkar er lykilatriði þegar kemur að því að hámarka frammistöðu, árangur og ánægju í hverju sem er.  ​Við munum uppgötva hve gríðarleg áhrif tilfinningar hafa á upplifanir okkar, ákvarðanir og athafnir og þar með áhrif þeirra á hamingju og velgengni. Við lærum hvers vegna mismunandi áreiti og upplifanir kveikja á mismunandi tilfinningum og lærum að stíga inní og taka stjórn á því ferli sem annars fengi að leika lausum hala á sjálfstýringu. Við munum ganga út af námskeiðinu með skýra vitneskju um að við sjálf berum ábyrgð á eigin líðan og að besta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum, fólkinu á vinnustaðnum og öðrum í lífi okkar, er að verja sem mestum tíma í öflugu, uppbyggilegu tilfinningaástandi.

Borði - blurr 02_edited_edited.jpg

VIÐTAL VIР BJART  Á STÖÐ 2

Anchor 2

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS:

Fyrir utan að efla sölumennsku þá er það mitt einlæga markmið að kenna hugmyndafræði og aðferðir sem geta veitt okkur meiri vellíðan og velgengni á öllum sviðum lífsins.  Með því að nota aðferðirnar getum við stórbætt daglega líðan, sjálfsöryggi og trú á eigin getu, bætt gæði ákvarðana og athafna. Áhrifin gera vart við sig strax og nýtast á hvaða sviði lífsins sem er, en það magnaða er að með daglegri ástundun getur lífið tekið algjörum stakkaskiptum til betri vegar. Námskeiðið er einstaklega öflug leið fyrir hópa til að bæta samskipti, stemningu, innprenta uppbyggileg viðhorf, auka samvinnu og byggja þannig upp sterkari liðsheild. Hvers vegna virkar það svo vel þegar kemur að liðsuppbyggingu? Í fyrsta lagi er það vegna þess að þegar hver einstaklingur innan hópsins er í sterkri vellíðan þá hvílir sá hinn sami betur í sér og á auðveldara með að sinna sínm verkefnum eins vel og honum er unnt. Í annan stað er það vegna þess að eftir námskeiðið liggur ljóst fyrir hve mikil áhrif tilfinningaástand hvers og eins hefur á heildina, á uppbyggilegan eða niðurrífandi hátt. Hópur sem samanstendur af fólki sem vill taka ábyrgð á eigin líðan og kann aðferðir til að gera slíkt er hópur þar sem framfarir, vöxtur og ánægja fær þrifist.

HVERNIG FER NÁMSKEIÐIÐ FRAM?

Óstöðvandi Sölufólk er 3 til 3.5 klst. að lengd. Virk þátttaka, húmor, gleði og dúndur orka ráða ríkjum allan tímann. Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta: #1 þekking, #2 upplifun, #3 þjálfun. Framsetningin er einstaklega lífleg og SKEMMTILEG um leið og það er spreng fullt af mögnuðum fróðleik. Að námskeiðinu loknu tekur við fimm daga áskorun þar sem þátttakendur fá sendan daglega skemmtilegan tölvupóst með upprifjun á lykilatriðum og laufléttum verkefnum sem auðvelt er að tvinna inn í daglegt líf.

Borði - blurr 01.png

VIÐTAL VIÐ BJART Í ÞÆTTINUM HUGARFAR

Anchor 1

LENGD, VERÐ OFL. UPPLÝSINGAR:

Lengd: 3 til 3.5 klst. Hvað fylgir 3 klst. námskeiðinu? Djúp nálgun á efnið og öflug upplifun. Aðgangur að glærum. Aðgangur að verkfærum á sviði tilfinningastjórnunnar. 5 daga eftirfylgni yfir netið fyrir hópinn í sameiningu. Ánægjuábyrgð - Ef þú ert ekki hæst ánægð/ur með námskeiðið þá borgarðu ekki krónu. Hentar hverjum? Öllum fyrirtækjum og vinnustöðum sem vilja efla sitt lið. Námskeiðið höfðar til allra einstaklinga á aldrinum 14 til 100 ára Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að ganga enn betur, líða enn betur og hafa meira gaman í lífinu.  Hvað er gott að hafa meðferðis?  Vatnsbrúsa, Glósubók og skriffæri Gott er að vera í þægilegum fötum (þó er ekki þörf á því að vera í íþróttafötum). Viljann til að læra og hafa gaman með hópnum. Hvar fer námskeiðið fram: Námskeiðiskaupi sér um að útvega sal með skjávarpa og hljóðkerfi. Námskeiðið er einnig í boði yfir internetið.             Tungumál: Námskeiðið er eingöngu í boði á íslensku. Verð: Hafðu samband við mig og ég skal aðstoðað þig við að kanna hvort þú getir ekki fengið námskeiði ðniðurgreitt að fullu. Verð námskeiðisins er 289.000 kr.​ ATH Sveigjanleiki og sanngirni er eitt af minum gildum. Heyrðu í mér og fáðu verðtilboð í takt við þínar þarfir og aðstæður með því að senda mér línu á bjartur@optimized.is eða með því að hringja í síma 6607724. Ég mæli eindregið með því að skoða www.attin.is en þar er m.a að finna styrki fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið og strarfsmenntun. Smelltu á borðan að neðan til að kynna þér þær leiðir sem áttin bíður upp á.​

bottom of page