NÁMSKEIÐIÐ / PEPPIÐ / FYRIRLESTURINN / HÓPEFLIÐ
ÓSTÖÐVANIDI Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI
Ég vil þakka þér fyrir að taka þér tíma til að kynna þér hvað þjónusta mín getur gert fyrir þig. Ég setti þetta námskeið saman með það fyrir augum að búa til aðgengilegan og áhrifaríkan pakka af upplýsingum og aðferðum sem getur nýst hverjum þeim sem vill efla sitt lið á skemmtilegan og kraftmikinn hátt. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja taka skref fram á við og ná lengra hvort sem núverandi staða er góð eða slæm. Það er mitt einlæga markmið að bjóða þér og þínum þjónustu sem hefur mjög uppbyggileg áhrif á liðsheildina, bætir frammistöðu, dregur úr álagi og eykur ánægju jafnt innan hópsins sem og í persónulegu lífi hvers einstaklings.
Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi:
LIÐSUPPBYGGING FYRIR VINNUSTAÐI OG ÍÞRÓTTAFÉLÖG
Námskeiðið fjallar um mátt tilfinninga, áhrif þeirra á upplifanir okkar, ákvarðanir og athafnir og þar með áhrif þeirra á hamingju og velgengi. Við lærum að kynda upp okkar sterkustu tilfinningar og lærum aðferðir til að taka stjórn á þessu mikla afli svo það vinni hratt og örugglega með okkur, í stað þess að hafa tilviljanakennd áhrif á líf okkar með ýmist jákvæðum eða neikvæðum afleiðingum.
VIÐTAL VIÐ BJART Á STÖÐ 2 Í MEISTARAMÁNUÐI ÁRIÐ 2019
HÉR ER STUTT VIDEO SEM GEFUR INNSÝN Í HUGMYNDAFRÆÐINA
Markmið:
Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni í að kveikja á tilfinningum sem stórauka aðgengi heilans að þeim innri auðlindum sem við búum raunverulega nú þegar yfir en höfum ekki alltaf gott aðgengi að. Þessar auðlindir má flokka í 1) upplýsingar 2) hæfileika 3) skapandi hugsun. Á sama tíma er framsetning námskeiðsins þannig úr garði gerð að hún kveiki sterka innri löngun til að taka ábyrð á líðan sinni.
Með því að nota aðferðirnar getum við stórbætt daglega líðan, sjálfsöryggi og trú á eigin getu, bætt gæði ákvarðanna og athafna. Áhrifin gera vart við sig strax og nýtast á hvaða sviði lífsins sem er en það magnaða er að með daglegri ástundun getur lífið tekið algjörum stakkaskiptum til betri vegar.
Námskeiðið er einstaklega öflug leið fyrir hópa til að bæta samskipti, stemningu, innprenta uppbyggileg viðhorf, auka samvinnu og byggja þannig upp sterkari liðsheild. Hvers vegna virkar það svo vel þegar kemur að liðsuppbyggingu? Í fyrsta lagi er það vegna þess að þegar hver einstaklingur innan hópsins er í sterkri vellíðan þá getur viðkomandi raunverulega sinnt sínu hlutverki eins vel og honum er unnt. Í annan stað er það vegna þess að eftir námskeiðið liggur ljóst fyrir hve mikil áhrif tilfinningaástand hvers og eins hefur á heildina á uppbyggilegan eða óuppbyggilegan hátt. Hópur sem samanstendur af fólki sem vill taka ábyrgð á eigin líðan og kann aðferðir til að gera slíkt er hópur þar sem framfarir, vöxtur og ánægja fær þrifist.
Hvernig fer námskeiðið fram?
Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi er í boði í tveim útgáfum. Þriggja klukkustunda námskeiði eða í formi eins til eins og hálfrar klukkustundar ofurpepp-fyrirlesturs. Ég mæli algjörlega með 3 klst. útgáfunni vegna þess að þar förum við mun betur á dýptina, upplifunin er miklu sterkari og áhrifin standa betur með hópnum því tímaramminn margfaldar áhrifin á innri áhugahvöt hópsins. Þessari útgáfu fylgir einnig fimm daga áskorun sem er ekki innifalin í styttri útgáfunni. Á þeim fjórum árum sem ég hef haldið námskeið og fyrirlestra hef ég séð mikinn mun á hópum sem velja 3 klst. leiðina og þeim sem velja þá styttri.
Óháð tímaramma þá ráða virk þátttaka, húmor, gleði og dúndur orka ríkjum. Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta: #1 þekking, #2 upplifun, #3 þjálfun. Framsetningin er einstaklega lífleg og miðar að því að námskeiðið verði SKEMMTILEGT um leið og það er sprengfullt af mögnuðum fróðleik.
Á þriggja tíma námskeiðinu (full lengd) er ein stutt pása um miðbik námskeiðsins. Að því loknu tekur við fimm daga áskorun þar sem þátttakendur fá daglega sendan skemmtilegan tölvupóst með upprifjun á lykilatriðum og laufléttum verkefnum sem auðvelt er að tvinna inn í daglegt líf.
Styttri útgáfa námskeiðsins (1 - 1.5 klst.) fer fram í einni sleitulausri og ofurpeppandi atrennu. Þar skyggnumst við inn í hugmyndafræðina, snertum á lykilatriðum, leikum okkur með aðferðirnar á húmorískan hátt og fáum í hendur einfaldar leiðir til að gíra okkur í topp tilfinningalegt ástand hvar og hvenær sem er.
VIÐTAL VIÐ BJART HJÁ HELGU MARÍU Í ÞÆTTINUM HUGARFAR
Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi hentar:
-
öllum vinnustöðum í heild sinni
-
leiðtogum, stjórnendum og millistjórnendum
-
félagasamtökum
-
vinahópum
-
íþróttafólki, íþróttaliðum og íþróttafélögum
-
söludeildum fyrirtækja
-
þjónustufyrirtækjum, félögum og stofnunum
-
til að stórbæta samskipti
-
öllum sem vilja hámarka frammistöðu og ánægju
-
hópum sem þarfnast innblásturs
-
sem morgun- eða hádegisfyrirlestur
-
hópum sem standa vel og vilja taka flugið hærra
-
sem leið til að efla fyrirtækjamenningu
-
metnaðarfullu fólki sem vill brjótast í gegnum hindranir
-
fyrir keppni
-
til að efla stemningu og samheldni
-
á ráðstefnum til að rífa upp orkuna
-
á starfsmannadögum
-
sem morgun- eða hádegisfyrirlestur
-
í vikunni fyrir árshátíð eða jólahlaðborð
-
metnaðarfullum nemendum
-
sem súperöflugt hópefli og pepp
Umsagnir þátttakenda:
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Lengd:
Þrjár útgáfur í boði:
3 klst.
1.5 klst.
1 klst.
Einnig í boði sem netfyrirlestur
Hvað fylgir 3 klst. námskeiðinu?
-
5 daga eftirfylgni yfir netið fyrir hópinn í sameiningu
Hentar hverjum?
Öllum á frá 14 ára aldri
Hvað er gott að hafa meðferðis?
Á þriggja klst. námskeiðið er gott að mæta með vatnsbrúsa, glósubók og skriffæri auk þess að vera í þægilegum fötum en þó er ekki þörf á því að vera í íþróttafötum.
Staðsetning:
Námskeiðiskaupi sér um að útvega sal með skjávarpa og hljóðkerfi.
Tungumál:
Fyrirlesturinn er í boði á íslensku og ensku.
Verð: