top of page

Á fimtudeginum fyrir Reykjavíkurmaraþon ákvað ég að hlaupa 10 km mér til yndisauka. Núna í kvöld, föstudeginum 22.ágúst finnst mér ómögulegt að hlaupa bara fyrir mig sjálfan. Núna á síðasta séns hef ég ákveðið að hlaupa til styrktar Félagi Einstakra Barna. Þetta félag hjálpaði mér og minni fjölskyldu mjög mikið á sínum tíma og mig langar að safna 289.000 kr. Ég yrði rosalega þakklátur ef þið eruð til í að heita á mig. En mig langar að bæta um betur. Það vill svo til að ég er atvinnu-peppari. Allt um það á www.bjarturgudmundsson.is/einstok-born  

 

Ég ætla að tryggja að markmið mitt um að styrkja Einstök Börn um 289.000 kr. náist í síðasta lagi 30.september en þá ætla ég að halda opið námskeið þar sem ég kenni fólki að komast í sína allra sterkustu líðan. Námskeiðið heitir ÓSTÖÐVANDI Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI FYRIR EINSTÖK BÖRN. Öll innkoma af námskeiðinu mun renna óskipt til Einstakra Barna þannig að ég vona að það verði húsfyllir og upphæðin hærri en stefnt er að.

 

Heitið endilega á mig! Þau sem heita á mig á fyrir 20.000 kr. eða meira fyrir 25.ágúst fá tvo miða á námskeiðið. Sendið mér bara staðfestingu á bjartur@optimized.is / bjarturgudmundsson@gmail.com 

ÓSTÖÐVANDI Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI
Opið námskeið fyrir einstaklinga 30.sept 2025 kl. 18:00 - 21:30
Til styrktar Félagi Einstakra Barna
​Bókaðu miða í síma 6607724 / bjartur@optimized.is

UM NÁMSKEIÐIÐ:

Gerðu góðverk um leið og þú lærir að virkja mátt tilfinninganna á óvenju kraftmikinn og skemmtilegan hátt með Bjarti Guðmundssyni. Þetta námskeið hefur stórbætt velgengni og vellíðan fjölda fólks og nú er röðin komin að þér. Búðu þig undir upplifun sem gleymist aldrei! Aflið sem flytur fjöll! Rannsóknir í jákvæðri sálfræði sýna að tilfinningalegt ástand okkar hefur gríðarleg áhrif á aðgengi taugakerfisins að innri auðlindum eins og upplýsingum, sjálfsöryggi, hæfileikum, kunnáttu, visku, sköpunargáfu, samskiptahæfni, áhrifamætti og færni til að leysa vandamál og verkefni. Tilfinningalegt ástand hefur áhrif á færni okkar til að meðtaka upplýsingar og læra. Það hefur áhrif á það hvað við erum tilbúin að gera og hvað ekki. Það hefur stórkostleg áhrif á ákvarðanir okkar, athafnir, hvernig við túlkum og upplifum aðstæður. Tilfinningalegt ástand hefur einnig áhrif á hvaða tækifæri við sjáum og hvaða tækifæri við grípum eða látum okkur úr greipum ganga. Mannlegar tilfinningar eru eitt sterkasta afl sem við höfum aðgengi að. Þær eru drifkrafturinn að baki öllum okkar athöfnum. Kraftur þeirra er eins og kjarnorka sem hægt er að virkja á stórfenglegn hátt. Þetta afl býr í sama mæli innra með okkur öllum og getur fært okkur velgengi og hamingju ef við lærum að temja það. Staðreyndin er þó sú að fáir átta sig raunverulega á mætti tilfinninganna og enn færri búa yfir þekkingu og færni til að nýta þetta mikla afl á meðvitaðan og uppbyggilegan hátt. Hér er tækifærið til að slást í fámenna hópinn. Námskeiðið fjallar um mátt tilfinninganna, áhrif þeirra á ákvarðanir okkar og athafnir og hvernig við getum tekið stjórn á þessu mikla afli svo það vinni hratt og örugglega með okkur í stað þess að hafa tilviljanakennd áhrif á líf okkar með ýmist jákvæðum eða neikvæðum afleiðingum. Markmið: Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum, bæta gæði daglegra ákvarðanna og athafna þannig að við getum brotist í gegnum hindranir og unnið að markmiðum okkar á ánægjulegan hátt þar til draumar verða að veruleika. Framkvæmd Um er að ræða 3 klst. langt námskeið þar sem húmor, virk þátttaka og gleði ráða ríkjum. Það verður ein 10 mínútna löng pása um miðbik námskeiðsins. Til þess að fá sem allra mest út úr námskeiðinu þá mæli ég með að þátttakendur mæti saddir, í þægilegum fötum, með glósubók, vatnsbrúsa og góða skapið. Er námskeiðið fyrir þig? • Vilt láta gott af þér leiða og styrkja Félag Einstakra barna? Allur ágóði af þessu námskeiði rennur óskiptur til Einstakra Barna. • Vilt þú hámarka árangur þinn í starfi? • Ert þú ein\n af þeim sem villt njóta lífsins til fulls? • Hefur þú áhuga á færni sem gerir þér kleift að snúa vandamálum upp í tækifæri? • Hefur þú áhuga á að laða að þér fleiri tækifæri? • Vilt þú öðlast meiri sjálfstjórn og auka áhrif þín? • Hefur þú áhuga á að þjálfa upp þann andlega styrk sem þarf til að láta drauma þína rætast? Ef þú svaraðir einhverri af ofangreindum spurningum játandi þá er námskeiðið Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi fyrir þig. Hver er sinnar gæfu smiður! Vissulega getum við farið í gegnum lífið án þess að læra að virkja mátt tilfinninganna. En hvers værum við að fara á mis við ef við gerum það ekki og hver gæti ávinningurinn orðið ef við ákveðum að taka tilfinningastjórn föstum tökum? Miðaverð: 20.000 kr. Allur ágóði af þessu námskeiði rennur óskiptur til Einstakra Barna. ATH Ánægjuábyrgð: Ef þú ert ekki í skýjunum með námskeiðið þá sendirðu mér bara línu, segir mér hvað hefði betur mátt fara og ég endurgreiði þér um hæl. Staðsettning námskeiðsins 30.sept 2025 verður kynnt hér síðar. Bókaðu miða núna: í síma 6607724 eða á bjartur@optimizerd.is Ég hlakka til að sjá þig í Topp Tilfinningalegu ástandi eftir opið námskeið í haust :) Kær kveðja Bjartur Guðmundsson Leikari, fyrirlesari og frammistöðuþjálfi

Hafðu endilega samband

Hringdu í mig í síma 6607724 eða sendu mér línu hér. Þú getur líka sent mér skilaboð á facebooksíðu Optimized Performance. Segðu mér frá hvers vegna þú leitar til mín og ég hef samband um leið og ég get.

bottom of page