NÁMSKEIÐIÐ:
ÓSTÖÐVANDI
LYKLAR AÐ MEIRI ÁNÆGJU OG ÁRANGRI Í LEIK OG STARFI
Það er mitt einlæga markmið að bjóða námskeið sem er í senn einstök upplifun fyrir hópinn í heild sinni, fáránlega skemmtilegt, mjög fræðandi og skilur eftir sig aðferðir sem hver og einn getur notað til að bæta gæði lífs síns í vinnu og í persónulega lífinu.
Þetta geri ég með því að kenna hagnýtar aðferðir við tilfinninga- og viðhorfsstjórnun. Námskeiðið byggir á nútíma taugavísindum, afreks sálfræði, atferlisfræði og jákvæðri sálfræði í bland við aðferðir sem leikarar nota við karaktersköpun við helgun nýrra viðhorfa og hegðunarmynstra.
Námskeiðið heitir ÓSTÖÐVANDI Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI. Það er hannað fyrir þá sem vilja byggja upp sterkari karakter sem þolir betur mótlæti lífsins en nýtur jafnframt enn betur þess sem lífið hefur að bjóða. Það er hannað til að auka vellíðan fólks og innstilla hugarfar sem yfirstígur hindranir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja bæta lífsgæði sín, bæta frammistöðu á hvaða sviði sem er, uppskera betri árangur og auka hamingju.
Námskeiðið í heild sinni er 7 klst. og skiptist í tvo kafla:
1) Máttur tilfinninga - 3.5 klst.
2) Máttur viðhorfa - 3.5 klst.
Fyrri hlutinn námskeiðisins Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi fjallar um magnaðasta mátt mannsins, tilfinningar! Ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða því tilfinningar eru í raun aflið að baki öllum verkum mannfólksins, stórum sem smáum. Tilfinningar eru nefnilega drifkraftur alls, án þeirra yrði engin þróun, engin hreyfing. Máttur þeirra er í raun svo mikill að þær hafa drifið áfram strærstu sigra manneskjunnar eins og landfundi, geimferðir, íþróttaafrek, einstaka friðartíma, tækniframfarir. En þær hafa líka drifið áfram eyðileggjandi athæfi eins og stríð, hryðjuverk, sundrung, svindl og spillingu.
Tilfinningar eru afl sem við getum virkjað okkur í hag (ef við viljum) með ótrúlegum árangri en þá þurfum við að skilja hvernig þær virka, og þjálfa okkur svo í aðferðum sem veita þeim í uppbyggilegan farveg. Það er einmitt þetta sem við gerum á þessu námskeiði.
í seinni hluta námskeiðisinns munum beina sjónum okkar að viðhorfum og trú. Viðhorf er í raun sú merking sem við leggjum í það sem við fókusum á hverju sinni og trúum á. Þessi merking hjálpar heilanum að taka ákvarðanir um hvað skuli sækjast í, hvað skuli forðast og hvernig sé best að aðhafast hverju sinni. Á bakvið allar tilfinningar og athafnir eru meðvituð og ómeðvituð viðhorf. Með því að skilja hvernig þau virka, hvernig þau verða til og hvernig við getum tileinkað okkur og ræktað uppbyggileg viðhorf, getum við tekið stjórn á viðbrögðum og ákvörðunum sem við gátum ekki gert áður.
HVAÐ SEGJA FYRRI VIÐSKIPTAVINIR?
HVAÐ MUNUM VIÐ LÆRA Á NÁMSKEIÐINU?
-
Við lærum hvernig má nota þrjár einfaldar leiðir til að kveikja á og gíra upp okkar sterkustu tilfinningar þannig að við stígum inn í það sem kallað er flæði, sónið, S-ið, að leika á alls oddi. Ég kalla þetta TOPP TILFINNINGALEGT ÁSTAND. Þetta ástand stóreykur aðgengi heilans að þeim innri auðlindum sem við búum raunverulega nú þegar yfir, en höfum ekki alltaf gott aðgengi að. Þessar auðlindir má flokka í 1) upplýsingar 2) hæfileika 3) skapandi hugsun.
-
Við lærum um innri og ytri áhugahvöt og nýtum þá þekkingu til að kveikja sterka löngun til að nýta hugmyndafræði og aðferðir námskeiðsins til að taka ábyrgð á líðan okkar, bæði í vinnunni og á öðrum sviðum lífsins.
-
Við uppgötvum tvær tegundir ótta sem allar heilbrigðar manneskjur þurfa stöðugt að glíma við og er oftast stærsta fyrirstaðan þegar kemur að því að láta drauma sína rætast.
-
Við munum læra Optimized árangurs formúluna og uppgötva þrjá undirstöðuþætti frammistöðu, árangurs og ánægju en tveir af þessum þáttum eru flestum hulin ráðgáta.
-
Við munum læra hvað raunverulega stendur í vegi fyrir því að við náum þeim árangri sem við óskum.
-
Við munum skoða tvo ráðandi kraftar þegar kemur að mannlegri ákvarðanatöku og hegðun. Við öðlumst skilning á þessum kröftum og lærum að virkja þá þannig að þeir þjóni okkur sem best um leið og þessi skilningur auðveldar okkur að sýna öðrum samkennd og skilning.
-
Við skoðum hugtakið "jákvæðni" frá nýjum vinkli, skilgreinum það á hátt sem er bæði skynsamlegur og skemmtilegur um leið og við uppgötvum hve gríðarlegur ávinningur er í því fólginn að vera jákvæð/ur.
-
Við munum skoða af hverju líðan okkar er lykilatriði þegar kemur að því að hámarka frammistöðu, árangur og ánægju í hverju sem er.
-
Við munum uppgötva hve gríðarleg áhrif tilfinningar hafa á upplifanir okkar, ákvarðanir og athafnir og þar með áhrif þeirra á hamingju og velgengni.
-
Við lærum hvers vegna mismunandi áreiti og upplifanir kveikja á mismunandi tilfinningum og lærum að stíga inní og taka stjórn á því ferli sem annars fengi að leika lausum hala á sjálfstýringu.
-
Við munum ganga út af námskeiðinu með skýra vitneskju um að við sjálf berum ábyrgð á eigin líðan og að besta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum, fólkinu á vinnustaðnum og öðrum í lífi okkar, er að verja sem mestum tíma í öflugu, uppbyggilegu tilfinningaástandi.
-
Við lærum um áhrifin sem viðhorf og tilfinningar hafa hvort á annað.
-
Við lærum aðferð til að losa okkur við óuppbyggileg viðhorf og skipta þeim út fyrir uppbyggileg viðhorf.
VIÐTAL VIÐ BJART Á STÖÐ 2 Í MEISTARAMÁNUÐI ÁRIÐ 2019
Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að auka það sem við öll sækjumst eftir í lífinu, meiri vellíðan og meiri velgengni.
Með því að nota aðferðirnar getum við stórbætt daglega líðan, sjálfsöryggi og trú á eigin getu, bætt gæði ákvarðana og athafna. Áhrifin gera vart við sig strax og nýtast á hvaða sviði lífsins sem er, en það magnaða er að með daglegri ástundun getur lífið tekið algjörum stakkaskiptum til betri vegar.
Námskeiðið er einstaklega öflug leið fyrir hópa til að bæta samskipti, stemningu, innprenta uppbyggileg viðhorf, auka samvinnu og byggja þannig upp sterkari liðsheild. Hvers vegna virkar það svo vel þegar kemur að liðsuppbyggingu? Í fyrsta lagi er það vegna þess að þegar hver einstaklingur innan hópsins er í sterkri vellíðan þá getur viðkomandi raunverulega sinnt sínu hlutverki eins vel og honum er unnt. Í annan stað er það vegna þess að eftir námskeiðið liggur ljóst fyrir hve mikil áhrif tilfinningaástand hvers og eins hefur á heildina, á uppbyggilegan eða niðurrífandi hátt. Hópur sem samanstendur af fólki sem vill taka ábyrgð á eigin líðan og kann aðferðir til að gera slíkt er hópur þar sem framfarir, vöxtur og ánægja fær þrifist.
MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS:
AF HVERJU?
Af hverju er mikilvægt að skilja mátt tilfinninga og viðhorfa betur? Af hverju er mikilvægt að læra aðferðir til að stýra tilfinningaástandi sínu og vinna með viðhorf sín?
Það er vegna þess að….
-
Sálrænt öryggi og öryggiskennd vex við það eitt að vita hvernig þessir þættir virka, og vex margfallt við það að öðlast færni í tilfinninga- og viðhorfsstjórnun.
-
Uppbyggileg viðhorf og jákvæð líðan eru lykilatriði í allri velsæld og velgengni.
-
Það verður meira gaman í lífinu og í vinnunni.
-
Hugmyndaauðgi magnast upp.
-
Þættir á borð við þjónustulund, þolinmæði, lausnamiðun, samskiptafærni, hjálpsemi, sveigjanleik,a hugrekki byggja að mestu leiti á líðan okkar og viðhorfum.
-
Jákvæð líðan og uppbyggileg viðhorf hafa jákvæð áhrif á metnað, framleiðni, sölu, leiðtogahæfni, lausnamiðun og viðbrögð við óvæntum aðstæðum.
-
Gæði vinasambanda, náina sambanda og viðskiptasambanda velta að mestu leiti á viðhorfum. Með réttum viðhorfum og jákvæðri líðan er hægt að byggja upp og rækta tengsl sem eru nærandi og gefandi.