5 daga áskorun í kjölfar námskeiðsins
Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi
Dagur 1
Ég yrði þér ofsalega þakklátur ef þú finnur það í hjarta þér að gefa facebook síðunni Optimized Performance stjörnur og umsögn, hendir jafnvel góðu LIKE á facebook síðuna. Ég er öðruhvoru að deila skemmtilegum pælingum og benda á aðra sem eru að gera góða hluti á sviði mannræktar og allskonar jákvæðrar eflingu.
Heil og sæl kæru vinir!
Mig langar að þakka kærlega fyrir öfluga og hugrakka þátttöku og ánægjulega samveru á námskeiðinu.
Þið eigið RISASTÓRT HRÓS skilið. Nú er bara að taka 5 daga áskorunina með trompi!
Markmiðið er: Að vera í ofur-gír næstu 5 daga. Þetta ætlum við að gera með því að örva taugakerfið daglega og koma okkur í topp tilfinningalegt ástand. Lykillinn er að taka ákvörðun um að beita líkamanum, fókus hugans og orðalagi þannig að uppskeran verði framúrskarandi gott tilfinningalegt ástand. Verkefni næstu daga ganga öll út á þetta og hér eru fyrstu verkefnin!
Nr. 1: Gegnum gangandi verkefni næstu 5 dagana verður að staldra reglulega við og hugsa „hvað get ég gert núna til að bæta mína eigin líðan, byggja upp sjálfstraust mitt og hafa góð áhrif á aðra? Koma með 2-3 svör og hrinda einu þeirra í framkvæmd strax!
Nr. 2: Gera akkerið 3 til 5 sinnum í röð af fullum krafti í upphafi dags, um hádegisbil og seinnipartinn.
Nr. 3: Spjallið saman um það sem við gerðum og lærðum í gær og veltið upp hvernig hægt er að beita líkamanum á orkumikinn hátt í daglegu amstri, hvernig má nota spurningar og uppbyggilegar setningar til að komast í ofursterka líðan?
Nr. 4: Takið svo hvert fyrir sig ákvörðun um hve öflug þið ætlið að vera á skalanum 0-10 í þessari áskorun næstu 5 daga. Ég skora á alla að taka
skýra ákvörðun um að vera 10, gefa allt í þetta skemmtilega verkefni og hafa þannig framúrskarandi góð áhrif á sjálf ykkur og alla í kringum ykkur.
Það er til frasi sem mér finnst gott að hafa að leiðarljósi og er svona "Successful people do what others won't". 95% fólks hugsa ekkert um líkamsbeitingu og fókus né orðaval í samhengi við sjálfstraust eða tilfinningastjórnun og uppsker þar að leiðandi það sama og fjöldinn. Við skulum tilheyra fimm prósentum fólks sem gerir óvenjulega hluti og uppsker fyrir vikið óvenjulega góða líðan, sjálfstraust, samskipti, tækifæri ofl.
Hér er slóð að myndbandi með fúla kallinum hans Steinda Junior, en ég sýni það stundum á námskeiðum. Fyrir mér eru þau karaktereinkenni sem fúlikallinn sýnir einskonar endastöð sem bíða okkar ef við ástundum orkulitla líkamsbeitingu og fókusum á skort og vanmátt. Munum að það að stunda ítrekað, þó ekki sé nema bara smá, mínushlaðnar tilfinningar hefur mikil neikvæð áhrif á lífsgæði okkar þrátt fyrir að við tökum ekki endilega eftir því strax.
https://www.youtube.com/watch?v=DjKkK5fMwbs
Ef einhverjar spurningar vakna eða löngun til að koma einhverju á framfæri þá megið þið endilega vera í sambandi. Góða skemmtun og njótið dagsins!
P.S Ef þú vilt vinna með persónuleg verkefni, markmið eða áskoranir þá hvet ég þig til að koma í markþjálfunartíma (einkatíma) þar sem við vinnum úr þeim tilfinningum og viðhorfum sem stoppa þig og eflum þær tilfinningar og viðhorf sem þú þarfnast til að brjótast í gegnum fyrirstöður og komast þangað sem þú óskar þér.