FYRIRTÆKJANÁMSKEIÐIÐ / UPPLIFUNIN:
ÓSTÖÐVANIDI LIÐSHEILD
í topp tilfinningalegu ástandi
"EINBEITTUM HÓP Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI ERU ENGIN TAKMÖRK SETT"
VEL GERT!
Mig langar bæði að hrósa þér og þakka þér fyrir að taka þér tíma til að kynna þér hvað þetta námskeið getur gert fyrir þig og teymið þitt. Ég lofa að það verður fyrirhafnarinnar virði að skoða málið ofan í kjölinn. Ég hvet þig til að lesa þessa síðu vel og bóka svo skemmtilegan kynningarfund þar sem ég deili með þér aðferðum námskeiðisins þannig að þú getur byrjað að nýta þær strax til að líða betur, ganga betur og uppskera betur í vinnunni og í persónulega lífinu. Heyrðu í mér og bókaðu kynningarfund í síma 6607724 eða með tölvupósti á bjartur@optimized.is. Það verður í versta falli eftirminnilegur og skemmtilegur fundur.
HVERJU MÁTTU BÚAST VIÐ AF NÁMSKEIÐINU ÓSTÖÐVANDI LIÐSHEILD?
Þú mátt búast við óvenjulegu námskeiði, bæði að stíl og efnistökum. Þetta er ekki bara fræðsla heldur upplifun og skemmtun, hönnuð til að hrista upp í hugmyndum fólks um eigin getu og hvetja það til dáða á kraftmikinn hátt. Þú mátt búast við sögum, skýrri aðferðafræði, innblæstri, hlátri, léttum hjartslætti, krafti, kærleika, húmor og hlýu. Þú mátt búast við jákvæðri viðhorfsbreytingu innan hópsins.
Námskeiðið er hannað fyrir fyrirtæki og vinnustaði sem vilja kynda upp og viðhalda topp stemningu, samstöðu og væntumþykju, auka vellíðan fólks, rækta uppbyggileg viðhorf, bæta samskipti og gæta þess að athafnaorkan sé ráðandi.
Við lærum að bæta, jafn vel hámarka, frammistöðu, árangur og ánægju með aðferðum sem gíra upp líkamlega og andlega orku þannig að við hámörkum aðgengi okkar að öllu sem við búum nú þegar yfir.
Það er mitt einlæga markmið að hópurinn þinn verði enn betur í stakk búinn til vinna að markmiðum fyrirtækisins með hugmyndafræði og aðferðir námskeiðsins í farteskinu. Að sama skapi er það markmið mitt að hver einstaklingur standi enn betur að vígi á sinni persónulegu vegferð í lífinu, því aðferðirnar geta gert okkur að betri foreldrum, betri mökum, betri í golfi, öflugri í sölu, hugmyndaríkari, lausnamiðaðri og skemmtilegri svo eitthvað sé nefnt.
Hljómar þetta ekki svona eins og "too good to be true" dæmi? Eftir að hafa haldið meira en 300 námskeið get ég sagt með sannfæringu að þetta námskeið er engu líkt. Ég er meir að segja svo sannfærður um ágæti þess að ég tek ábyrgð á ánægjunni, því ef námskeiðiskaupi er ekki hæst ánægður, þá fær hann námskeiðið frítt. Ég skal segja þér sögurnar af því ef þú bókar fund ;)
Á HVERJU BYGGIR NÁMSKEIÐI?
Námskeiðið byggir á nútíma taugavísindum, afreks sálfræði, atferlisfræði og jákvæðri sálfræði, í bland við aðferðir sem leikarar nota við karaktersköpun og helgun nýrra viðhorfa og hegðunarmynstra.
Smelltu hér til að sjá á hverju námskeiðið byggir.
HVERNIG ER STAÐAN HJÁ YKKUR?
Það gildir einu hvort núverandi vinnustaðamenning eða liðsstemning er góð eða slæm, líðan fólks og orka jákvæð eða neikvæð, hugarfarið uppbyggilegt eða ekki. Þetta námskeið er öflug leið til að rífa hópinn upp og taka stórt skref framm á við. Ef þú vilt rækta, styrkja, gleðja eða efla hópinn þinn, ef þú vilt gefa fólkinu þínu gjöf sem getur staðið með því á vegferð lífsins, þá hvet ég þig til að lesa áfram.
DRAUMA LIÐSANDINN?
Áður en við höldum lengra, veltu því þá fyrir þér hvernig drauma liðsandinn lítur út í þínum huga. Er það mögulega rétt hjá mér að þú hugsar um orkuna og stemninguna sem þér þætti best, þekkinguna og færnina sem hópurinn býr yfir og hugarfarið innan hópsins t.d gagnvart; vinnunni, í garð hvers annars, verkefnunum og áskorunum ofl? Hér er lýsing sem endurspeglar svör flestra við þessari spurningu:
"Hópur af hæfu fólki sem treystir hvort öðru, veit um hvað málin snúast, hefur áhuga, tekur ákvarðanir, fylgir þeim eftir í verki og skilar þeirri útkomu sem ætlast er til (eða jafnvel betri útkomu en ætlast er til) og er heiðarlegt, vingjarnlegt, skemmtilegt og fært í mannlegum samskiptum"
Hvað ef ég segði þér að það er klárlega hægt að byggja upp drauma liðsheildina? Og veistu hvað, það er svo sannarlega hægt. En hvernig? Með því að rækta og hlúa að þremur þáttum. Málið er að þegar öllu er á botninn hvolft þá velta gæði liðsins á þremur undirstöðuatriðum:
-
Þekkingunni & færninni innan hópsins = AÐFEÐIN
-
Hugarfarið sem ræður ríkjum innan hópsins = VIÐHORFIN
-
Þeirri líðan og orku sem einstaklingarnir innan hópsins eru í = TILFINNINGAÁSTANDIÐ
Mín reynsla er sú að í flestum tilfellum er vandað til við ráðningar innan nútíma fyrirtækja. Það þýðir að hópurinn samanstendur nú þegar af vönduðum einstaklingum með réttu þekkinguna & færnina og hugarfarið sem þarf til að ná markmiðum fyrirtækisins. Hvað þarf þá til að lyfta hóp upp í hæstu hæðir? Það þarf að: Samstilla og uppfæra hugarfarið regglulega (viðhorfin). Það þarf að gæta þess að orkustig og líðan fólks (tilfinningaástandið) sé nógu hátt uppi til þess að það framkvæmi af krafti og áræðni um leið og það nýtur vinnunnar og samverunnar með liðinu.
Þetta er einmitt það sem gerist á námskeiðinu ÓSTÖÐVANDI LIÐSHEILD .
Námskeiðið Óstöðvandi Liðsheild fjallar um einn stærsta áhrifaþátt velgengninnar, og í raun fjallar það um magnaðasta mátt mannsins, sem er: tilfinningar! Ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða því tilfinningar eru í raun aflið að baki öllum verkum mannfólksins, stórum sem smáum. Tilfinningar eru nefnilega drifkraftur alls, án þeirra yrði engin þróun, engin hreyfing. Máttur þeirra er í raun svo mikill að þær hafa drifið áfram strærstu sigra manneskjunnar eins og landfundi, geimferðir, íþróttaafrek, einstaka friðartíma, tækniframfarir ofl. En þær hafa líka drifið áfram eyðileggjandi atburði eins og stríð, hryðjuverk, sundrung, fordóma, svik og spillingu.
Tilfinningar eru afl sem við getum virkjað okkur í hag (ef við viljum) með ótrúlegum árangri en þá þurfum við að skilja hvernig þær virka, og þjálfa okkur svo í aðferðum sem kveikja á viðeigandi tilfinningum og veita þeim í farveg uppbyggilegra athafna. Það er einmitt þetta sem við gerum á námskeiðinu Óstöðvandi Liðsheild. Við tökum lærum að skilja hvernig tilfinningar verða til, hvernig þær virka, hvaða áhrif þær hafa á virkni heilans og taugakerfisins, áhrifin sem þær hafa á ákvarðanir og athafnir, en aðalatriðið er að við lærum að örva tauga- og boðefnakerfið þannig að við öðlumst einstaka færni, færni í því að stíga meðvitað inn í okkar öflugustu líðan, nokkuð sem ég kalla Topp Tilfinningalegt Ástand.
HVAÐ SEGJA FYRRI VIÐSKIPTAVINIR?
HVAÐ MUNUM VIÐ LÆRA Á NÁMSKEIÐINU?
-
Við lærum hvernig má nota þrjár einfaldar leiðir til að kveikja á og gíra upp okkar sterkustu tilfinningar þannig að við stígum inn í það sem kallað er flæði, sónið, S-ið, að leika á alls oddi. Ég kalla þetta TOPP TILFINNINGALEGT ÁSTAND. Þetta ástand stóreykur aðgengi heilans að þeim innri auðlindum sem við búum raunverulega nú þegar yfir, en höfum ekki alltaf gott aðgengi að. Þessar auðlindir má flokka í 1) upplýsingar 2) hæfileika 3) skapandi hugsun.
-
Við lærum um innri og ytri áhugahvöt og nýtum þá þekkingu til að kveikja sterka löngun til að nýta hugmyndafræði og aðferðir námskeiðsins til að taka ábyrgð á líðan okkar, bæði í vinnunni og á öðrum sviðum lífsins.
-
Við uppgötvum tvær tegundir ótta sem allar heilbrigðar manneskjur þurfa stöðugt að glíma við og er oft stór en ómeðvituð fyrirstaðan þegar kemur að því að því að taka ákvarðanir og framkvæma.
-
Við munum læra Optimized árangurs formúluna og uppgötva þrjá undirstöðuþætti frammistöðu, árangurs og ánægju en tveir af þessum þáttum eru flestum hulin ráðgáta.
-
Við munum læra hvað raunverulega stendur í vegi fyrir því að við náum þeim árangri sem við óskum og fáum útskýringu á því hvers vegna sumum vegnar betur en öðrum.
-
Við munum uppgötva hvatakerfi heilans, sem samanstendur í raun af tveim ráðandi kröftum sem útskýra alla ákvarðanatöku og hegðun (líka hegðun sem virðist óskiljanleg). Við öðlumst skilning á þessum kröftum og lærum að virkja þá þannig að þeir þjóni okkur sem best um leið og þessi skilningur auðveldar okkur að mótivera aðra án þess að uppskera mótþróa og vörn.
-
Við skoðum hugtakið "jákvæðni" frá nýjum vinkli, skilgreinum það á hátt sem er bæði skynsamlegur og skemmtilegur um leið og við uppgötvum hve gríðarlegur ávinningur er í því fólginn að vera jákvæð/ur.
-
Við munum skoða af hverju líðan okkar er lykilatriði þegar kemur að því að hámarka frammistöðu, árangur og ánægju í hverju sem er.
-
Við munum uppgötva hve gríðarleg áhrif tilfinningar hafa á upplifanir okkar, ákvarðanir og athafnir og þar með áhrif þeirra á hamingju og velgengni.
-
Við lærum hvers vegna mismunandi áreiti og upplifanir kveikja á mismunandi tilfinningum og lærum að stíga inní og taka stjórn á því ferli sem annars fengi að leika lausum hala á sjálfstýringu.
-
Við munum ganga út af námskeiðinu með skýra vitneskju um að við sjálf berum ábyrgð á eigin líðan og að besta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum, fólkinu á vinnustaðnum og öðrum í lífi okkar, er að verja sem mestum tíma í öflugu, uppbyggilegu tilfinningaástandi.
VIÐTAL VIÐ BJART Á STÖÐ 2
MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS:
Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að auka það sem við öll sækjumst eftir í lífinu, meiri vellíðan og meiri velgengni.
Með því að nota aðferðirnar getum við stórbætt daglega líðan, sjálfsöryggi og trú á eigin getu, bætt gæði ákvarðana og athafna. Áhrifin gera vart við sig strax og nýtast á hvaða sviði lífsins sem er, en það magnaða er að með daglegri ástundun getur lífið tekið algjörum stakkaskiptum til betri vegar.
Námskeiðið er einstaklega öflug leið fyrir hópa til að bæta samskipti, stemningu, innprenta uppbyggileg viðhorf, auka samvinnu og byggja þannig upp sterkari liðsheild. Hvers vegna virkar það svo vel þegar kemur að liðsuppbyggingu? Í fyrsta lagi er það vegna þess að þegar hver einstaklingur innan hópsins er í sterkri vellíðan þá getur viðkomandi raunverulega sinnt sínu hlutverki eins vel og honum er unnt. Í annan stað er það vegna þess að eftir námskeiðið liggur ljóst fyrir hve mikil áhrif tilfinningaástand hvers og eins hefur á heildina, á uppbyggilegan eða niðurrífandi hátt. Hópur sem samanstendur af fólki sem vill taka ábyrgð á eigin líðan og kann aðferðir til að gera slíkt er hópur þar sem framfarir, vöxtur og ánægja fær þrifist.
HVERNIG FER NÁMSKEIÐIÐ FRAM?
Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi er í boði í tveim útgáfum. Þriggja klukkustunda námskeiði eða í formi eins til eins og hálfrar klukkustundar ofurpepp-fyrirlesturs. Ég mæli algjörlega með 3 klst. útgáfunni vegna þess að þar förum við mun betur á dýptina, upplifunin er miklu sterkari og áhrifin standa betur með hópnum því tímaramminn margfaldar áhrifin á innri áhugahvöt hópsins. Þessari útgáfu fylgir einnig fimm daga áskorun sem er ekki innifalin í styttri útgáfunni. Á þeim fjórum árum sem ég hef haldið námskeið og fyrirlestra hef ég séð mikinn mun á hópum sem velja 3 klst. leiðina og þeim sem velja þá styttri.
Óháð tímaramma þá ráða virk þátttaka, húmor, gleði og dúndur orka ríkjum. Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta: #1 þekking, #2 upplifun, #3 þjálfun. Framsetningin er einstaklega lífleg og miðar að því að námskeiðið verði SKEMMTILEGT um leið og það er sprengfullt af mögnuðum fróðleik.
Á þriggja tíma námskeiðinu (full lengd) er ein stutt pása um miðbik námskeiðsins. Að námskeiðinu loknu tekur við fimm daga áskorun þar sem þátttakendur fá daglega sendan skemmtilegan tölvupóst með upprifjun á lykilatriðum og laufléttum verkefnum sem auðvelt er að tvinna inn í daglegt líf.
Styttri útgáfa námskeiðsins (1 - 1.5 klst.) fer fram í einni sleitulausri og ofurpeppandi atrennu. Þar skyggnumst við inn í hugmyndafræðina, snertum á lykilatriðum, leikum okkur með aðferðirnar á húmorískan hátt og fáum í hendur einfaldar leiðir til að gíra okkur í topp tilfinningalegt ástand hvar og hvenær sem er.
AF HVERJU NÁMSKEIÐIÐ ÓSTÖÐVANDI LIÐSHEILD?
Af hverju er mikilvægt að byggja stöugt upp jákvæða vinnustaðamenningu, efla liðsandann, gíra upp orkuna í hópnum, skerpa á mikilvægi jákvæðra samskipta og aðstoða fólk við að taka ábyrgð á sinni eigin líðan og viðhorfum?
Það er vegna þess að….
-
Sálrænt öryggi og öryggiskennd vex.
-
Hópurinn upplifir væntumþykju stjórnenda og fyrirtækisins í sinn garð.
-
Fólk upplifir vissu um virði sitt, upplifir að mannauðurinn skipti máli, að líðan starfsmanna sé metin.
-
Fólk mætir ánægðara til vinnu.
-
Jákvæð viðhorf og jákvætt umtal starfsmanna í garð fyrirtækisins eykst.
-
Það verður meira gaman hjá öllum í vinnunni.
-
Hugmyndaauðgi magnast upp.
-
Velvild og hollusta í garð stjórnenda og við fyrirtækið sjálft verður meiri.
-
Metnaður vex.
-
Framleiðni verður meiri.
-
Fyrirtækið / vinnustaðurinn laðar að sér öflugra starfsfólk.
-
Tíðni árekstra og vandamála lækkar og úrlausnartími styttist.
-
Samskipti við viðskiptavini verða betri.
-
Þjónustustig vex.
-
Sala eykst.
-
Hagnaður vex.
Velgengni fyrirtækja veltur á frammistðu mannauðsins en stærstu áhrifaþættirnir á frammistöðu og árangur hans er líðan, orkustig og viðhorf.
Með því að fá inn öflugt og skemmtilegt námskeið sem hristir upp í hópnum, gírar upp orkuna, brýtur upp staðnað hugarfar, styrkir tengsl fólks og kyndir upp innri-áhuga hvers einstaklings á því að leggja sitt af mörkum til að skapa geggjaðan vinnuanda og veitir fólki öflugar aðferðir til að taka ábyrgð á eigin líðan og viðhorfum…
með því að bjóða upp á slíkt námskeið er tekin virk ábyrgð á því að byggja upp og viðhalda öflugri vinnustaðarmenningu sem svo bókstaflega bætir hag fyrirtækisins, stjórnenda, framlínufólks og viðskiptavina á einu bretti.
Öflug og skemmtileg vinnustaðamenning er stórkostlegur lykill að velgegni fyrirtækja, en hana þarf að rækta reglulega því eins og við vitum, allt sem að er hlúð vex og dafnar. Allt annað grottnar niður.
Hvernig þætti þér að mæta til vinnu þar sem menningin er óuppbyggileg? Hvernig þætti þér að mæta til vinnu þar sem fólk er uppfullt af áhuga, metnaði, ástríðu, eldmóð, orku og vináttu?
VIÐTAL VIÐ BJART Í ÞÆTTINUM HUGARFAR
ÓSTÖÐVANIDI LIÐSHEILD HENTAR:
-
Öllum vinnustöðum í heild sinni til að byggja upp topp vinnuanda, bæta samskipti og auka gleði.
-
Leiðtogum, stjórnendum og millistjórnendum sem vilja skilja betur mannlega hegðun og læra öflugar aðferðir til að hafa áhrif.
-
Félagasamtökum sem vilja skapa eftirminnilega stemningu og uppbrot á fundum eða ráðstefnum.
-
Vinahópum sem langar að upplifa eitthvað öðruvísi, eitthvað sem þéttir hópinn og styrkir vináttuböndin.
-
Íþróttafólki, íþróttaliðum og íþróttafélögum sem vilja hámarka frammistöðu, árangur og ánægju með því að öðlast einstakan skilning og færni þegar kemur að hugarþjálfun og tilfinningastjórnun.
-
Söludeildum fyrirtækja sem vilja halda sölufólkinu sínu orkumiklu, mótiveruðu og hlúa að þeim viðhorfum sem sölumennskan byggir á.
-
Þjónustufyrirtækjum sem vilja veita topp þjónustu og breyta viðskiptavinum í aðdáendur.
-
Öllum sem vilja bæta samskipti og viðhalda jákvæðu vinnuumhverfi.
-
Öllum sem standa frammi fyrir áskorunum og vilja vera í sínu besta andlega, tilfinningalega og hugarfarslega formi til að tækla þau verkefni sem blasa við.
-
Hópum í leit að kröftugum innblæstri hvort sem það er til að koma sér af stað í verkefni, rífa sig upp úr ládeiðu eða taka flugið upp í hæstu hæðir.
-
Metnaðarfullu fólki sem vill brjótast af krafti í gegnum hindranir.
-
Til að efla stemningu og samheldni
-
Fyrir ráðstefnur til að rífa upp orku og stemningu, auka eftirtekt og efla frumkvæði þátttakenda.
-
Til að skapa ofur jákvæða og kærleiksríka stemningu í vikunni fyrir árshátíð eða jólaglögg.
-
Metnaðarfullum nemendum
-
Þeim sem eru að leita að öflugri liðseflingu, hópefli og peppi.
-
Stutta útgáfan af OSTÖÐVANDI Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI er fullkomið sem morgun- eða hádegisfyrirlestur.
INNSÝN Í HUGMYNDAFRÆÐINA
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Lengd:
-
3 til 3.5 klst.
-
ATH Námskeiðið er einnig til í styttri útgáfum.
Hvað fylgir 3 klst. námskeiðinu?
-
Djúp nálgun á efnið og öflug upplifun.
-
Aðgangur að glærum.
-
Aðgangur að netfyrirlestri
-
Aðgangur að verkfærum á sviði tilfinningastjórnunnar.
-
5 daga eftirfylgni yfir netið fyrir hópinn í sameiningu.
-
Ánægjuábyrgð - Ef þú ert ekki hæst ánægð/ur með námskeiðið þá borgarðu ekki krónu.
Hentar hverjum?
-
Öllum fyrirtækjum og vinnustöðum sem vilja efla sitt lið.
-
Námskeiðið höfðar til allra einstaklinga á aldrinum 14 til 100 ára
-
Öllum sem hafa áhuga á að ganga enn betur, líða enn betur og hafa meira gaman í lífinu.
Hvað er gott að hafa meðferðis?
-
Vatnsbrúsa,
-
Glósubók og skriffæri
-
Þægilegum fötum (þó er ekki þörf á því að vera í íþróttafötum)
-
Þægilegum skóm (þó er ekki þörf á að vera í íþróttaskóm)
-
Viljann til að læra og hafa gaman með hópnum.
Hvar fer námskeiðið fram:
-
Námskeiðiskaupi sér um að útvega sal með skjávarpa og hljóðkerfi.
-
Námskeiðið er einnig í boði yfir internetið.
Tungumál:
-
Fyrirlesturinn er í boði á íslensku og ensku.
Verð:
-
3.5 klst. langt námskeið: 289.000 kr.
-
Ótakmarkaður fjöldi þátttakenda fylgir.
-
-
ATH að annað verð gildir um styttri útgáfur og er þá tekið mið af fjölda þátttakenda.
-
Sveigjanleiki og sanngirni er eitt af minum gildum. Heyrðu í mér og fáðu verðtilboð í takt við þínar þarfir og aðstæður með því að senda mér línu á bjartur@optimized.is eða með því að hringja í síma 6607724.
-
Ég mæli eindregið með því að skoða www.attin.is en þar er m.a að finna styrki fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið og strarfsmenntun. Smelltu á borðan að neðan til að kynna þér þær leiðir sem áttin bíður upp á.