UPPLÝSINGAR UM STJÓRNENDANÁMSKEIÐIÐ
STERKARI LEIÐTOGI
ÁHRIFARÍK LEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR OG MILLISTJÓRNENDUR SEM VILJA AUKA ÁHRIF SÍN BÆTA SAMSKIPTAFÆRNI SÍNA OG SKILJA ENN BETUR DRIFKRAFTA MANNLEGRAR HEGÐUNAR
Stjórnendur og millistjórnendur eru ein dýrmætasta auðlind fyrirtækja þar sem leiðtogahæfni spilar gríðarstórt hlutverk. Hlutverk leiðtogans er m.a að að geta selt hugmyndir, veitt innblástur, taka erfiðar ákvarðanirnar, leysa vandamál, hrinda í framkvæmd og fylgja eftir verkum um leið og það starfsánægja hópsins hvílir á hans herðum.
Sterkur leiðtogi er sá sem getur tekist á við þetta hlutverk af festu og öryggi hvort sem aðstæður eru góðar eða slæmar. Þess vegna er mikilvægt að leiðtoginn búi yfir áhrifaríkri þekkingu og aðferðum til þess að gera tvent:
a) Tryggja að hans eigin viðhorf og líðan séu í topp ástandi.
b) Hafa áhrif á viðhorf, ákvarðanir og athafnir fólksins sem hann/hún leiðir.
Því miður er það svo að of fáir átta sig á mikilvægi þessara þátta og enn færri skilja hvernig hægt er að efla þá á kerfisbúndin og hagnýtan hátt.
Námskeiðið Sterkari leiðtogi er sérstaklega hannað til að bæta úr þessu mæta þörfinni á áhifaríkum lausnum til að efla sálfræðilega þætti sem skapa andlegan styrk. Eftir námskeiðið hafa leiðtogar mun betri þekkingu á:
- Sálfræðilegum forsendum frammistöðu árangurs og ánægju
- Hvað hefur mest áhrif á leiðtogann og ákvarðanatöku hans
- Drifkröftunum að baki mannlegri hegðun
- Hvers vegna fólk er til í að vaða eld og brennistein með ákveðnum leiðtogum en
- Mætti tilfinninga, áhrifum þeirra og hvernig við getum virkjað mátt þeirra svo þær vinni með okkur
- Hvers vegna sumt fólk fæst varla til vinna sín verkefni meðan aðrir eru ávallt metnaðarfullir
- Þarfakerfi manneskjunnar og hvernig við getum nýtt þá þekkingu til að bæta samskipti, auka áhrif
okkar og efla aðra.
- Hvernig
Þetta námskeið hefur verið á dagskrá hjá Opna háskólanum í HR síðan hausið 2017 og vakið gríðarlega lukku.
Námskeiðið er kennt í tveim þriggja klukkustunda löngum lotum með viku millibili. Eftir hvort skipti fá þáttakendur 5 daga eftirfylgni yfir netið.
Hvort sem við gegnum leiðtogahlutverki innan á lítils fyrirtækis eða stórfyrirtækis með hundruðum starfsmanna, hvort sem við erum millistjórnendur eða framkvæmdastjórar, þá veltur frammistaða og árangur hópsins á hæfni okkar í til að hafa áhrif á viðhorf, orku og ákvarðanir mannauðsins.
Sterkur og áhrifamikill leiðtogi er sá sem er sjálfur í tilfinningalegu formi til að taka ákvarðanir við erfiðar aðstæður og getur kynt upp innri áhguahvöt annara þannig að athafnir mannauðsins séu skilvirkar og í takt við stefnu og gildi fyrirtækisins. Engin pressa kæru leiðtogar en þetta er ekki búið. Í dag er sífellt hærri krafa um að störf mæti væntingum starfsfólks um jákvæða ögrun, vöxt, viðurkenningu, félagsleg tengsl, samfélagslega ábyrgð og skemmtilegt vinnuumhverfi. Sá tími er að líða undir lok að hægt sé að bjóða starfsfólki upp á hvað sem er en búast við hámarks framlagi og frammistöðu á þeim einu forsendum að viðkomandi sé á launaskrá. Í dag eru sanngjörn laun algjört lágmark. Það eru þó góð samskipti við yfirmann, virðing, vöxtur, viðurkenning, vinátta, tilgangur og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins sem vega hvað þyngst þegar hæfileikaríkt fólk leitar sér að starfi og hversu mikið það er tilbúið að leggja á sig í þágu fyrirtækisins.
.
Á sama tíma og kröfurnar eru miklar til fyrirtækja erum við að vinna okkur í gegnum eitt stærsta efnahagslega og félagslega áfall sögunnar frá seinni heimstyrjöld, COVID-19. Það hefur alltaf verið þörf fyrir sterka leiðtoga en nú ert þörfin brýnni en nokkru sinni.
Í STUTTU MÁLI ER HLUTVERK LEIÐTOGANS AÐ TAKA ÁKVARÐANIR OG DRÍFA ÁFRAM FRAMKVÆMDIR
með því að selja hugmyndir, leysa vandamál og hámarka auðlindir á borð við mannauð, tíma og fjármagn
TOPP LÍÐAN, ÖFLUG VIÐHORF OG MANNLEGRI HEGÐUN VERÐA Í BRENNIDEPLI NÁMSKEIÐSINS.
ERU FYRSTA SKREFIÐ TIL AÐ VERÐA STERKARI LEIÐTOGA!
Hversvegna er það svo að sumir fá fólk til að vaða með sér eld og brennistein meðan aðrir geta ekki selt hugmyndina um að fylkja liði í átt að nærliggjandi vatnsbóli í eyðimörk? Svarið er líðan og innri sannfæring.
Rannsóknir í taugasálfræði hafa leitt í ljós að tilfinningalegt ástand okkar ákvarðar aðgengi heilans að þekkingu, hæfileikum og sköpunargáfum. Með öðrum orðum, sá sem getur gírað eigin líðan upp í topp tilfinningalegt ástand öðlast hámarks aðgengi að þeirri þekkingu og færni sem hann býr núþegar yfir.
Sterk jákvæð líðan breytir einnig fókus hugans á þann veg að við eigum auðveldara með að sjá það sem við höfum í stað þess sem okkur skortir, sjá það sem við viljum í stað þess sem við viljum ekki og sjáum mun betur hvað við getum gert í stað þess sem við getum ekki gert. Þessi breytti fókus hefur stórkostleg áhrif á lausnamiðun og uppbyggilega ákvarðanatöku.
Allar manneskjur vilja upplifa vellíðan og forðast sársauka. Þar að leiðandi er undirmeðvitund okkar stöðugt að leita að fyirrmyndum sem geta beint okkur í átt að vellíðan. Þegar við vinnum með leiðtoga sem er orkumikill og fullur af sannfæringu getum við varla annað en heillast vegna þess að undirmeðvitundin hugsar "ef ég geri eins og þessi þá kannski mun mér líða eins". Leiðtogi í topptilfinningalegu ástandi hefur því margfallt meiri áhrifamátt því alla jafna heillast fólk af orkunni, sannfæringunni og hugsunarhættinum sem stafar frá viðkomandi.
Þar að leiðandi er manneskja sem er full af orku, ástríðu og eldmóð, trú og trausti á sjálfa sig, margfallt betur í í stakk búin til að sjá tækifæri, taka ákvarðanir, framkvæma og fá aðra í lið með sér.
Það er því lykilatriði fyrir fyrirtæki að leiðtogar þess kunni áhrifaríkar aðferðir til að gíra sig upp í topp líðan svo fyrirtækið fái notið þess besta sem þeir hafa upp á að bjóða.
Hver er ávinningurinn af námskeiðinu?
Þátttakendur samskonar aðferðir og heimsklassa íþróttafólk notar til þess að komast í sína sterkustu líðan, eða það sem ég kalla TOPP TILFINNINGALEGT ÁSTAND.
Þátttakendur öðlast djúpan en hagnýtan skilning á því hvað tilfinningar eru, hvernig þær virka og hve gríðarleg áhrif þær hafa á alla frammistöðu, árangur og starfsánægju.
Þátttakendur læra einnig aðferðir til að hafa öflug á tilfinningaástand fólksins sem það leiðir.
Þetta námskeið fjallar um mátt tilfinninganna og hvernig við getum tekið stjórn á þeim svo þær vinni með okkur en ekki á móti.
Ávinningur námskeiðsins snýr annars vegar að einstaklingnum og hins vegar að liðsheildinni.
Ávinningur sem snýr að einstaklingnum:
-
Kynnist hugmyndafræði og aðferðum sem geta aukið lífsgæði fólks á öllum sviðum
-
Kynnist áhrifamætti tilfinninga á velgengni og lífsfyllingu
-
Aukin þekking og færni til að virkja mátt tilfinninganna til að hámarka gæði ákvarðana og athafna
-
Aukin hæfni til að laða fram sitt allra besta þegar viðkomandi vill
Ávinningur sem snýr að liðsheild:
-
Styrkir samskipti, traust og trú á liðsheildina
-
Skilningur á áhrifum eigin tilfinninga á hóp sem heild
-
Aukinn hæfni til að byggja upp sterkari liðsheild og að hafa uppbyggileg áhrif á vinnufélaga sína.
-
Aukin hæfni til að vera í framúrskarandi tilfinningalegu ástandi og styðja aðra í að gera slíkt hið sama.
Hentar hverjum?
Stjórnendum, millistjórnendum, þjálfurum kennurum og hverjum þeim sem er í forsvari fyrir hóp og hefur áhuga á að læra aðgengilegar aðferðir til að auka auka áhrif sín.
Hvað er gott að hafa meðferðis?
Ég mæli með að hafa vatnsbrúsa við hendina, glósubók og skirffæri auk þess að vera í þægilegum fötum en þó er ekki þörf á ví að vera í íþróttafötum.
Staðsetning:
Námskeiðiskaupi sér um að útvega sal með skjávarpa og hljóðkerfi.
Lengd:
Tvö skipti með viku millibili. Hvort skipti er þrjár klukkustundir. (2 x 3klst.)
Leiðbeinandi:
Bjartur Guðmundsson leikari, frammistöðuþjálfari og eigandi Optimized.is er leiðbeinandi námskeiðisins. Bjartur útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur leikið í nokkrum sviðsverkum og kvikmyndum síðan aukþess að hafa leikstýrt framhaldsskólasýningum. Að loknu leikaranáminh fékk Bjartur mikinn áhuga á þeim hvernig sálfræðilegir þættir hafa sem h
Námskeiðið er byggt á menntun og reynslu Bjarts sem leikara í bland við hugmyndafræði og aðferðir sem er að finna í eftirfarandi bókum og námskeiðum:
Positivity e. Dr.Barbara Fredrickson
The talent code e. Daniel Coyle
Unlimited power e. Anthony Robbins
Awaken the giant within e. Anthony Robbins
Unleash the power within e. Anthony Robbins
Think and Grow rich e. Napoleon Hill
As a man thinketh e. James Allen
NLP: The essential guide to Neuro-linguistic programming e. Tom Hoodyar, Tom Dotz, Susan Sanders.
7 strategies for wealth & happiness e. Jim Rohn
Mindset: The new Psychology of Success e. Carol S. Dweck
The Compound Effect e. Darren Hardy
Lead the field e. Earl Nightingale